Fréttir frá starfi félagsins
10th conference of the Icelandic Chemistry Society – 2024
October 25th 2024
The program can be found on this link: conference program
10. ráðstefna Efnafræðifélags Íslands 2024
8. september, 2024
Kæru Efnísfélagar,
Nú styttist óðum í 10. ráðstefnu Efnafræðifélags Íslands, sem verður haldin föstudaginn 25. október næstkomandi í samstarfi við FÍN (Félag íslenskra náttúrufræðinga). Ráðstefnan fer fram í Gullfoss A salnum á Fosshótel Reykjavík (Þórunnartún 1). Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er “Efnafræði á Íslandi – kennsla, rannsóknir og atvinnulíf.”
Um kvöldið fögnum við með ráðstefnukvöldverði á sama stað, og vonumst til að sjá ykkur sem flest, þétta hópinn og mynda tengsl.
Vinsamlegast sendið þennan póst áfram til samstarfsfélaga sem gætu haft áhuga á að taka þátt en eru ekki félagar í Efnís. Við viljum ná til sem flestra innan sviðsins okkar. Einnig viljum við minna á að stéttarfélög styrkja oft þátttöku í ráðstefnum sem þessum, svo endilega athugið það.
Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur fyrir föstudaginn 11. október.
Hlökkum til að heyra frá ykkur!
Kær kveðja,
Stjórn og ráðstefnunefnd Efnís
____________________________________________________________________________
Dear Efnís members,
We are excited to announce that the 10th Conference of the Icelandic Chemical Society is fast approaching. This year’s event, organized in collaboration with FÍN, will take place on Friday, October 25th, at Fosshotel Reykjavik (Þórunnartún 1) in the Gullfoss A room.
The conference will focus on the theme “Chemistry in Iceland – education, research, and industry.” Following the day’s sessions, we invite you to join us for the conference dinner at 7:00 PM, offering a great opportunity to catch up and connect with fellow members.
Please forward this email to colleagues within the field who might be interested in participating but are not members of the Efnís society. We would love to reach a broad audience within our field. We also want to point out that unions often provide support for participation in conferences like this, so it’s worth checking with them.
We encourage everyone to register for the conference by Friday, October 4th, which is the deadline for conference registration.
We look forward to seeing you there!
Cheers,
Efnís board and conference committee
Aðalfundur Efnafræðifélags Íslands 2024
8. mars, 2024
Kæru félagsmenn,
Hér með er boðað til aðalfundar Efnafræðifélags Íslands 2024. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 19. mars, kl. 16:15 í stofu 155 í VR-II, Hjarðarhaga 6, 107 Reykjavík. Fyrir fundinn, kl. 15:30 verður haldin málstofa þar sem Dr. Sæmundur Ari Halldórsson mun segja okkur aðeins frá efnafræði eldgosanna á Reykjanesskaga og eru félagsmenn hvattir til að mæta bæði á málstofuna og aðalfundinn.
Á dagskrá verður hefðbundin aðalfundardagskrá, þar á meðal stjórnarkjör. Ef þið hafið áhuga á að gefa kost á ykkur megið þið gjarnan láta vita af því fyrir fundinn, t.d. með að svara þessum pósti.
Við hlökkum til að sjá ykkur á málstofunni og fundinum,
Kær kveðja,
Stjórn Efnís
Efnafræði íðorðabanki
17. janúar, 2024
Síðastliðið haust var íðorðanefnd Efnafræðifélagsins formlega stofnuð. Sigurður Guðni Gunnarsson hefur verið í fararbroddi í þýðingarstarfinu en með honum eru Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, Egill Antonsson og Katrín Lilja Sigurðardóttir.
Íðorðaskrá efnafræðinnar er núna komin inn á íðorðabanka Árnastofnunar og samanstendur af 593 hugtökum í dag, en vinnan heldur áfram og munu fleiri þýðingar og jafnvel skýringar bætast þar við jafnt og þétt. Ef fleiri félagsmenn hafa áhuga á að taka þátt í íðorðanefnd félagsins, þá má gjarnan hafa samband við nefndarmenn eða stjórn félagsins, efnis1@gmail.com, sem að getur þá tengt félagsmenn við íðorðanefndina.
Við þökkum íðorðanefndinni kærlega fyrir þeirra störf og hlökkum til að sjá íðorðaskrá efnafræðinnar stækka áfram.
Aðalfundur Efnís 2023
21. mars, 2023
stjórn félagsins boðar hér með til aðalfundar Efnafræðifélags Íslands. Aðalfundurinn verður haldinn eftir viku, þriðjudaginn 28. mars, kl. 16 í stofu 155 í VR-II byggingunni á svæði Háskóla Íslands (Hjarðarhaga 6, 107 Reykjavík).
Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins, en ein lagabreytingartillaga liggur fyrir fundinum. Upplýsingar um lagabreytingartillöguna má finna hér á þessum tengli. Lög félagsins má finna á eftirfarandi tengli.
Einnig köllum við eftir framboðum í stjórn félagsins fyrir komandi ár. Kosið verður í eftirfarandi stöður:
• Formaður kosinn til 2 ára
• Tveir stjórnarmenn kosnir til 2 ára
• Einn stjórnarmaður til vara kosinn til eins árs
Það má gjarnan tilkynna um stjórnarframboð með að senda e-mail á efnis1 (hjá) gmail (punktur) com, svo að hægt sé að undirbúa kjörseðla.
Með kærri kveðju,
Stjórn Efnís
9. Ráðstefna Efnís – Efnafræði og umhverfið
11. ágúst, 2022
9. Ráðstefna Efnafræðifélags Íslands hefst nú í dag undir yfirskriftinni Efnafræði og umhverfið. Ráðstefnan verður í dag, 11. ágúst og á morgun, 12. ágúst og fer að mestu fram í Öskju, stofu 132.
Hér má nálgast ráðstefnudagskránna með ágripum allra erinda.
5. Norræna ólympíukeppnin í efnafræði
8. júlí, 2022
5. Norræna ólympíukeppnin í efnafræði var haldin dagana 4.-8. júlí og í þetta skiptið var hún haldin á Íslandi. Katrín Lilja Sigurðardóttir hafði yfirumsjón með skipulagningu keppninnar en einnig komu margir aðrir að ýmsum þáttum við undirbúning, skipulagningu og framkvæmd keppninnar. Þátttakendur voru ánægðir með upplifunina hér á Íslandi og þótti keppning takast mjög vel í heildina.
Fjörið er þó ekki búið, en alþjóðlega ólympíukeppnin verður haldin sem fjarkeppni dagana 10.-18. júlí. Þar sem að lið hinna Norðurlandanna eru nú þegar á landinu, þá munu þau dvelja áfram hér á landinu og halda áfram að njóta þess að vera á Íslandi nokkra daga í viðbót.
Ný heimasíða
1. júní, 2022
Ný heimasíða Efnafræðifélags Íslands kom í loftið 1. júní 2022. Unnið er að því að uppfæra heimasíðuna og eru allar ábendingar velkomnar um hvað væri gott að væri á heimasíðunni. Frekari fréttir af starfsemi félagsins munu síðan birtast hér á næstunni, en þar ber helst að nefna væntanlega ráðstefnu EFNÍS, 11.-12. ágúst næstkomandi, sem mun líklegast enda með árshátíð félagsins að kvöldi 12. ágúst.