Um félagið
Efnafræðifélag Íslands er fagfélag fyrir háskólamenntaða efnafræðinga, efnaverkfræðinga, lífefnafræðinga og raungreinakennara í grunn- og framhaldsskólum sem og fyrir þá sem hafa lokið háskólaprófi í skyldum greinum.
Hlutverk félagsins er að efla efnafræðiþekkingu á Íslandi, efnafræðikennslu og vera fagvettvangur fyrir efnafræðinga og annað áhugafólk um efnafræði. Einnig vinnur félagið að því að efla innlend og erlend samskipti efnafræðinga og beita sér fyrir fræðslu um efnafræði með fyrirlestrum og í rituðu máli ásamt því að kynna og efla efnafræðirannsóknir hér á landi.
Félagið var stofnað 29. desember 1999 í VR-II við Hjarðarhaga.