Landskeppni í efnafræði

Efnafræðifélag Íslands hefur staðið fyrir árlegri landskeppni í efnafræði á meðal framhaldsskólanema síðan skólaárið 2001-02. Allir framhaldsskólanemar geta tekið þátt í almennu landskeppninni sínum framhaldsskólum sem fer almennt fram í febrúar eða mars á hverju ári. Almenna keppnin er einungis skrifleg.

Um það bil 14 efstu þátttakendum úr almennu keppninni býðst síðan að taka þátt í úrslitakeppninni sem er bæði fræðileg og verkleg. Úrslitakeppnin fer almennt fram einhverja helgina í mars eða apríl og þreyta keppendur fræðilega hlutann á laugardeginum og verklega hlutann á sunnudeginum.

Efstu fjórum keppendum úr úrslitakeppninni, sem munu ekki hafa náð 20 ára aldri 1. júlí það árið, býðst að vera í ólympíuliði Íslands í efnafræði það árið. Ólympíuliðið fær síðan sérstaka efnafræðiþjálfun í alls fjórtan daga í júní og júlí áður en liðið fær að keppa í Norrænu ólympíukeppninni í efnafræði (Nordic Chemistry Olympiad – NChO) og síðan Alþjóðlegu ólympíukeppninni í efnafræði (International Chemistry Olympiad – IChO), en báðar þessar keppnir fara fram í júlí ár hvert.

Fyrri landskeppnir í efnafræði

Fyrri almennar landskeppnir í efnafræði

Fyrri úrslitakeppnir í efnafræði (fræðilegir hlutar)