Orðaskrá

Íðorðaskrá efnafræðinnar má finna á íðorðabanka Árnastofnunar, en einnig er orðaskrá Efnafræðifélags Íslands í google sheet skjali á tenglinum hér að framan. Orðaskráin er enn í vinnslu og hægt er að koma með athugasemdir við þýðingar á skránni. Ef þið hafið áhuga á að taka beinan þátt í þýðingarvinnunni, þá má hafa samband við efnis1@gmail.com og óska eftir aðgangi.

Markmiðið er að vera með góða skrá yfir íslenskar þýðingar á efnafræði tengdum hugtökum og einnig gæti verið að hugtökin verði flokkuð út frá því í hvaða undirgrein efnafræðinnar þau eru helst notuð. Skjalið mun því halda áfram að taka breytingum, en vonandi geta þær þýðingar sem eru komnar inn nýst strax.

Íðorðanefnd Efnafræðifélags Íslands
Sigurður Guðni Gunnarsson
Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson
Egill Antonsson
Katrín Lilja Sigurðardóttir

Ef þið hafið áhuga á að vera með í íðorðanefnd félagsins má hafa samband við nefndarmenn eða stjórn félagsins í gegnum netpóst á efnis1@gmail.com.